Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn Atom Egoyan tók í dag við verðlaunum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fyrir framúrskarandi, listræna kvikmyndasýn árið 2006. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti honum verðlaunin við hátíðlega athöfn kl. 17. Þrjár kvikmyndir Egoyan eru nú til sýningar á hátíðinni en henni lýkur næsta sunnudag. Að sögn stjórnanda hátíðarinnar hefur aðsókn verið góð og hátíðin gengið vel.