Aðþrengdar eiginkonur rifust heiftarlega um handtösku

Eva og Nicolette á góðri stund.
Eva og Nicolette á góðri stund. Retuers

Fregnir herma að þær Eva Longoria og Nicolette Sheridan, sem fara með tvö aðalhlutverk í Aðþrengdum eiginkonum, hafi lent í hávaðarifrildi út af handtösku. Mun þeim hafa lent saman þegar Nicolette, sem leikur Edie Britt í þáttaröðinni, ásældist tösku sem Charlie Lapson hafði hannað fyrir persónuna sem Eva leikur, Gabrielle Solis.

Lapson segir deilu leikkvennanna hafa haft verulega óþægileg áhrif, og því hafi hann gripið til þess ráðs að hanna aðra tösku til að báðar yrðu ánægðar. Breska blaðið Mail on Sunday hafði eftir honum: „Þær vildu báðar hafa töskuna í ákveðnu atriði. Þær rifust og rifust þangað til ég ákvað að hann nýja tösku fyrir Evu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar