Jessica Alba segir hamingjuna fólgna í hinni fullkomnu handtösku

Jessica Alba.
Jessica Alba. Retuers

Bandaríska leikkonan Jessica Alba segir að hamingjan sem fólgin í hinni fullkomnu handtösku, og konur séu í rauninni aldrei fullklæddar nema með eina slíka. Sjálf segir hún að uppáhaldið sitt sé brún leðurtaska frá Gustto Parina, en slík kostar sem svarar tæplega 45 þúsund krónum. Það sé ekki aðeins hagkvæmt að geta borið með sér „allt sem máli skiptir“, taskan fullkomni auk þess klæðnaðinn.

„Góð taska getur gert venjulegan klæðnað að glæsilegum búningi,“ segir Alba í viðtali við USA Today. Nýlega var haft eftir henni að það væri erfitt að sameina Hollywood-framann og ástarlífið. Kærasti hennar er Cash Warren, sem vann við gerð myndarinnar Fantastic Four, en Alba sagðist ekki geta mælt með því að eiga í ástarsambandi og vera á sama tíma að leika í Hollywood-myndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir