Kaurismaki sendir ekki mynd á Óskarinn í mótmælaskyni við Bandaríkjastjórn

Gert hreint og fínt fyrir Óskarsverðlaunahátíðina.
Gert hreint og fínt fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. AP

Finnski kvikmyndagerðarmaðurinn Aki Kaurismaki hefur neitað að senda nýjustu kvikmynd sína í forval til Óskarsverðlauna í mótmælaskyni við stefnu George Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Finnska kvikmyndastofnunin valdi mynd hans, Lights of the Dusk, sem framlag Finna til verðlaunanna, en Kaurismaki neitaði að senda myndina í forvalið og því munu Finnar ekki senda neina mynd til verðlaunanna í ár.

„Þegar The Man without a Past var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2002 ákváð Aki að mæta ekki til verðlaunanna í mótmælaskyni við það sem var að gerast í heiminum á þeim tíma, og í mótmælaskyni við stjórnvöld í Bandaríkjunum,“ sagði Ilkka Mertsola, aðstoðarmaður Kaurismaki. „Ekkert hefur breyst síðan þá og þess vegna sér hann sér ekki fært að taka þátt í hátíðinni að þessu sinni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup