Samkvæmt nýrri könnun sem tímaritið Stuff lét gera og birtist í nóvemberhefti þess er hrollvekjan The Exorcist (ísl. Særingarmaðurinn) í leikstjórn Williams Friedkins sú kvikmynd sem þykir vera mest ógnvekjandi allra. Særingarmaðurinn hefur látið hárin rísa á fólki frá því hún kom út árið 1973, eða sl. 33 ár. Í öðru sæti er kvikmynd Romans Polanski, Rosemary's Baby og Shining í leikstjórn Stanleys Kubricks er í því þriðja.
Eftirfarandi eru 10 mest ógnvekjandi myndirnar samkvæmt könnun Stuff.