Claudiu Schiffer finnst fyrirsætur of grannar

Claudia Schiffer.
Claudia Schiffer. AP

Claudia Schiffer, ein þekktasta fyrirsæta heims, er á þeirri skoðun að fyrirsætur séu of grannar og þar af leiðandi ekki aðlaðandi. Schiffer sagði í samtali við þýska tímaritið Bunte að grindhoraðar fyrirsætur litu ekki nógu vel út. ,,Tískuföt líta vel út á grönnum fyrirsætum en þegar maður skoðar fyrirsæturnar í dag þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé að þeim. Þær eru alltof grannar. Beinin standa út úr þeim," segir Schiffer.

Schiffer tilheyrði svokölluðum hópi ofurfyrirsæta á seinasta áratug síðustu aldar en í þeim hópi voru m.a. Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christie Turlington og Linda Evangelista.

Schiffer segir fyrirsætur alltaf hafa verið grannar en nú séu þær orðnar enn grennri og það þyki henni með ólíkindum. Sjálf þótti Schiffer heldur grönn þegar hún var hvað vinsælust. Reuters segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup