Russell Crowe langar til að gera Gladiator 2

Crowe í hlutverki sínu í Gladiator.
Crowe í hlutverki sínu í Gladiator.

Russell Crowe hefur lýst því yfir að hann langi mikið til þess að gera Gladiator 2. Leikarinn, sem er 42 ára gamall, lék rómverska stríðsmanninn Maximus í Óskarsverðlaunamyndinni Gladiator sem gerð var árið 2000. Hann segir að þrátt fyrir að Maximus hafi dáið í lok myndarinnar séu hann og Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar, alltaf að reyna að finna hugmyndir að framhaldsmynd.

„Sú hugmynd að gera Gladiator 2 kemur sífellt upp en við gerðum okkur ansi erfitt fyrir með því að drepa karakterinn minn í fyrstu myndinni,“ segir Crowe.

Nokkrar hugmyndir hafa verið á lofti varðandi framhaldið, til dæmis mynd sem gerist áður en fyrsta myndin á að gerast, mynd um afkomanda Maximusar, eða jafnvel mynd þar sem Maximus snýr aftur sem draugur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir