Craig sár og reiður vegna persónulegra aðdróttana í sinn garð

Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond í kvikmyndinni …
Daniel Craig í hlutverki sínu sem James Bond í kvikmyndinni Casino Royale sem verður frumsýnd í vetur. Reuters

Daniel Craig, sem fer með hlutverk James Bond í nýju Bond-myndinni, segist hafa sætt svívirðingum síðan hann fékk hlutverkið. Hafa Bond-aðdáendur gagnrýnt hann fyrir það meðal annars að geta ekki keyrt beinskiptan bíl, kunna ekki að spila á spil, vera með ljóst hár og jafnvel fyrir að vera með stór eyru.

Segir Craig í viðtali við bresku útgáfu GQ að þetta sé stundum eins og að vera kominn aftur í leikskóla. „Allir sem hafa sætt svona svívirðingum vita að það er særandi, og að enginn á að þurfa að þola það. Að sumu leyti langar mig til að svara fullum hálsi. Það eina sem maður getur gert er að standa sig. Það er engum eins annt um þessa mynd og mér.“

Craig segir það algjöra fjarstæðu að hann kunni ekki að keyra beinskipta bíla. Segist hann standa flestum framar á miklum hraða. Hann viðurkennir að einmitt núna eigi hann engan bíl, og að sá sem hann átti síðast hafi verið sjálfskiptur. „En flestir glæsibílar eru sjálfskiptir,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert aldrei glaðari en þegar þú gefur þínum nánustu. Mundu að dropinn holar harðan stein. Sýndu þrautseigju.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Loka