Sigur Rós heimsótti Svasíland

Sigur Rós í Öxnadalnum
Sigur Rós í Öxnadalnum mynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Hljómsveitin Sigur Rós heimsótti Svasíland í Afríku fyrir skömmu. Ferðin var farin fyrir tilstilli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í þeim tilgangi að vekja athygli á ástandinu í landinu og hvetja fólk til að taka þátt í söfnunarátaki UNICEF og gerast heimsforeldrar.

Jón Þór Birgisson, meðlimur sveitarinnar, segir fjórmenningana hafa orðið fyrir miklum áhrifum. „Það er alveg magnað að sjá þetta, að komast frá imbakassanum og inn í raunveruleikann,“ segir hann.

Í Svasílandi er hæsta hlutfall HIV- smitaðra eða tæp 40% þjóðarinnar. Georg Holm, annar meðlimur sveitarinnar, segir það hafa verið erfitt að vera 10 tíma úti í sveit með fólki sem vissi ekki hvort það fengi kvöldmat eða ekki og snúa síðan aftur í lystisemdirnar. „Þetta var svo mikið menningaráfall. Þetta var erfitt,“ segir hann.

Sjá nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir