Yfirmenn leggi línurnar fyrir jólasamkvæmin

AP

Töluvert mun vera um það að Dönum sé sagt upp vinnu eftir að þeir ganga of langt í vinnusamkvæmum á aðventunni. „Það er alveg ljóst að við fáum fyrirspurnir á hverjum mánudegi á jólahlaðborðstímabilinu,” segir Laurits Kruse Rønn, forsvarsmaður samtakanna Dansk Handel og Service í samtali við blaðið metroXpress. „Þeir hafa samband við okkur til að leita ráða um hvað þeir geti gert þegar starfsmenn þeirra hafa gengið of langt í samkvæminu og oft endar það með því að starfsmönnunum er sagt upp vinnunni.” Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Rønn segir ofbeldi vera helstu ástæðu brottvikninga en að einnig sé töluvert um mál sem tengist kynferðislegri áreitni. Hann bendir þó einnig á að mikið sé um samkvæmi á þessum árstíma og að í langflestum tilfellum hafi starfsfólk hemil á sér.

Helgi Rasmussen vinusálfræðingur telur þó að yfirmenn þurfi að leggja skýrari línur varðandi þar hvar mörkin liggi. „Við jólahlaðborðið hverfa þær leikreglur sem almennt gilda á vinnustaðnum og það er í höndum yfirmannanna að gera fólki grein fyrir því til hvers er ætlast og hvað telst óásættanlegt,” segir hann. „Þegar farið er með skólabekk í dýragarðinn gefa kennarar sér tíma til að útskýra hvernig nemendurnir eigi að haga sér þegar komið er á staðinn. Það ættu fleiri stjórnendur að gera, því þegar línurnar eru skýrar er minni hætta á misskilningi."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir