Í tilefni dags íslenskrar tungu stendur Námsgagnastofnun fyrir skemmtilegu verkefni þar sem búa á til íslensk orð yfir tíu ensk orð sem algeng eru í íslensku máli. Hvernig er t.d. hægt að finna gott íslenskt orð yfir að „deita” einhvern?
Veitt verða þrenn bókaverðlaun til höfunda bestu tillagnanna. Skilafrestur er til mánudagsins 27. nóvember. Ekki er nauðsynlegt að senda lausnir við öllum tíu verkefnunum. Eitt nýtt orð er gulls ígildi.