Cruise hvattur til að gefa Holmes kött

Tom Cruise og Katie Holmes yfirgefa hótel sitt í Róm.
Tom Cruise og Katie Holmes yfirgefa hótel sitt í Róm. AP

Talið er að leikaraparið Tom Cruise og Katie Holmes muni blanda saman hefðum kaþólsku kirkjunnar og Vísindakirkjunnar er þau ganga í hjónaband á laugardag en Holmes er alin upp í kaþólskum sið. Cruise er hins vegar ákafur fylgjandi Vísindakirkjunnar og mun brúðkaupsvígslan verða að sið Vísindakirkjunnar. Við athöfnina verður hann m.a. lýstur ábyrgur fyrir því að veita Holmes fæði og klæði, ástríki, hamingju og gefa henni pönnu, hárgreiðu og jafnvel kött.

Þá munu þau bæði þurfa að heita því að ganga aldrei ósátt til náða og Holmes verður sagt að búa sig undir að „ungir menn séu frjálsir í hugsun og að þeir eigi það til að gleyma loforðum sínum.

„Brúðkaup Vísindakirkjunnar eru mjög venjuleg. Fólk hefur margar spurningar en eftir nokkur ár þegar nokkur þúsund manns til viðbótar hafa verið viðstaddir slík brúðkaup verða þau ekki lengur eitthvað sem fólk hefur heyrt um en aldrei séð,” segir Karin Pouw, talsmaður Vísindakirkjunnar.

Á meðal þeirra Hollywoodstjarna sem sést hafa í Róm í dag eru Jim Carrey, Jennifer Lopez og Brooke Shields.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir