Blaine ætlar að snúast í snúði í tvo daga

David Blaine reyndi að slá heimsmet í að halda niðri …
David Blaine reyndi að slá heimsmet í að halda niðri í sér andanum í vatni að lokinni vikudvöl í fiskabúri en tókst ekki. Reuters

Töframaður­inn Dav­id Blaine ætl­ar sér að hanga í 15 metra hæð yfir Times-torgi í New York í tvo daga, fast­ur inni í snúði sem mun snú­ast um átta hringi á mín­útu. Snúður­inn (e. gyroscope) er tæki sem get­ur haldið óbreyttri stefnu og bygg­ist á því lög­máli að hlut­ur sem snýst hratt um ás vinn­ur gegn öll­um breyt­ing­um á stefnu snún­ings­áss­ins. Þá mun Blaine freista þess að losna úr snúðinum þegar tveir sól­ar­hring­ar eru liðnir.

,,Ég held ég verði að halda mér vak­andi all­an tím­ann. Þetta er spenn­andi áskor­un, hún er skemmti­leg," sagði Blaine þegar hann lét vita af þessu. Hjálp­ræðis­her­inn mun fá all­an ágóða sem hlýst af brellu Blaine.

Fyrr á þessu ári dvaldi Blaine í sjö daga í vatnstanki í New York. Hann fékk nær­ingu og súr­efni um leiðslur sem lágu inn í köf­un­ar­grímu sem hann hafði á sér. Hann var afar illa hald­inn að þeirri þrekraun lok­inni. Ananova seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú hefur varið miklum tíma í samræður við vini þína að undanförnu. Fáðu allar upplýsingar frá ástvinum, samstarfsfélögum og viðskiptavinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka