Mills: Skilnaðurinn verri en að hafa misst útlim

Paul McCartney og Heather Mills á meðan allt lék í …
Paul McCartney og Heather Mills á meðan allt lék í lyndi. Reuters

Heather Mills sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsþáttinn Extra að hún myndi frekar vilja missa annan útlim heldur en að upplifa aftur allt það sem hún hefur mátt ganga í gegnum í kjölfar skilnaðarins við Paul McCartney.

Mills, sem er 38 ára gömul, missti annan fótlegg í bifhjólaslysi árið 1993. Hún segir að hún hafi verið ófrægð og hún hét því í viðtalinu að hún myndi ekki giftast á ný.

„Ég myndi frekar vilja að einhver kæmi upp að mér og hyggi af mér alla útlimi heldur en að upplifa það sem ég hef þurft að ganga í gegnum,“ sagði hún.

„Það er staðreynd vegna þess að ef útlimirnir eru höggnir af þér [...] færðu aðra útlimi og það er ljós við enda ganganna. Þegar þú er ófrægður fyrir að gera ekkert annað en að verða ástfangin af táknmynd [...] Þá myndi ég frekar vilja láta höggva af mér alla útlimina, og það er heilagur sannleikur.“

Mills segist ekki hafa rætt um skilnaðinn fyrr en nú sökum þess að hún hafði áhyggjur af velferð þriggja ára dóttur hennar og McCartneys, Beatrice.

Heather Mills og Paul McCartney, sem er 64 ára, tilkynntu það í maí sl. að þau hyggðust skilja eftir fjögur ára hjónaband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar