Franski leikarinn Philippe Noiret sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Cinema Paradiso lést í dag, 76 ára að aldri. Hann hafði átt við langvinn veikindi að stríða. Cinema Paradiso hlaut Óskarsverðlaunin árið 1990 sem besta erlenda myndin, en í myndinni fór Noiret með hlutverk Alfredos, sýningarstjóra í kvikmyndahúsi. Þá lék hann einnig í kvikmyndinni La Grande Bouffe sem olli miklu fjaðrafoki á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1973.