Vísindamenn í Taílandi telja sig hafa fundið leið til þess að fá pandabirni til að para sig, sem ku vera afar erfitt, en lausnin er einfaldlega sú að sýna þeim myndir af pandabjörnum að para sig. Mikil fjölgun pandabjarna varð í dýragarði einum í Chiang Mai eftir að sú aðferð var reynd.
Þetta eru sérlega góðar fréttir í ljósi þess að pandabirnir eru í útrýmingarhættu í heiminum. Karldýrum voru sýnd myndbönd af pandabjörnum að para sig og virðast þau hafa virkað kynörvandi á þau. Þessari aðferð er líkt við það þegar simpansar sjá menn reykja og herma síðan eftir þeim. Sky segir frá þessu.