Leikarinn Michael Richards, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Cosmo Kramer í Seinfeld-þáttunum, hefur ráðið sér almannatengil sem hefur tengsl við samfélag þeldökkra í Bandaríkjunum. Þetta gerir hann í kjölfar niðrandi ummæla sem hann lét nýlega falla á sviði um blökkumenn.
Það var fest á filmu þegar Richards, sem er 57 ára gamall, var með kynþáttafordóma gagnvart manni sem hafði truflað hann er hann fór með gamanmál á grínklúbbi í Los Angeles.
Richards baðst afsökunar á framferði sínu í sjónvarpi og hann hefur núna ráðið almannatengilinn Howard Rubenstein til þess að koma iðrun sinni á framfæri.
Að sögn Rubenstein vill Richards „græða það stóra sár sem hann hefur valdið bandarískum almenningi.“
Rubenstein hefur leitt fengið Richards til þess að ræða við mannréttindaleiðtogana Jesse Jackson og Al Sharpton.
„Michael hefur beðist innilegrar afsökunar,“ sagði Rubenstein. „Ég held að það hafi verið jákvætt skref fram á við.“