Dansandi mörgæsir vinsælar í kvikmyndahúsum

Elijah Wood er meðal þeirra sem ljá mörgæsunum raddir í …
Elijah Wood er meðal þeirra sem ljá mörgæsunum raddir í myndinni Happy Feet AP

Bandarískir kvikmyndagestir hrífast af dansandi mörgæsin, því teiknimyndin Happy Feet, sem fjallar um mörgæs sem stepp-dansar var vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum vestanhafs, aðra helfina í röð. Kvikmyndahúsagestir punguðu út 37,9 milljónum dala til að sjá mörgæsirnar, en Casino Royal, nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, halaði inn 31 milljón dala.

Aðstandendur myndanna um njósnarann breska þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur, því allt stefnir í að myndin verði sú tekjuhæsta í sögu Bond-myndanna. Tekjur af myndinni eru nú orðnar 94,2 milljónir dala í Bandaríkjunum og 224 milljónir ef heimurinn allur er talinn.

Þá eru jólamyndirnar farnar að láta á sér bera því kvikmyndin Deck the Halls,með Danny DeVito og Matthew Broderick í aðalhlutverkum var fjórða vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum þessa vikuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar