Zellweger ætlar að leika í þriðju Bridget Jones-myndinni

Renee Zellweger og Hugh Grant fyrir frumsýningu annarrar myndarinnar um …
Renee Zellweger og Hugh Grant fyrir frumsýningu annarrar myndarinnar um Bridget. AP

Renée Zellweger hefur lýst áhuga sínum á að taka á ný að sér hlutverk hinnar seinheppnu Bridget Jones þegar þriðja myndin verður gerð, og er reiðubúin að fara að bæta á sig kílóum. Daily Express hefur eftir heimildamanni að nýja myndin gerist tíu árum eftir að þeirri síðustu lauk.

„Mark Darcy og Daniel Cleaver eru enn á sínum stað og Bridget er um það bil að eignast barn með Daniel.“ Kvikmyndafyrirtækið Working Title, sem gerði fyrstu tvær myndirnar, hefur þegar keypt kvikmyndaréttinn að þriðju sögunni sem Helen Fielding er að skrifa um Bridget. Er hart lagt að Fielding að ljúka sem fyrst við söguna.

Zellweger bætti á sig 12 kílóum áður en hún lék í fyrstu myndunum, og æfði breska framburðinn vandlega með því að nota hann frá morgni til kvölds, hvort sem hún var í tökum eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka