Reykingaráðgjafi deyr úr lungnakrabba

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Allen Carr, sem hefur hjálpað milljónum reykingamanna að hætta er látinn úr lungnakrabbameini. Carr, sem var 72 ára er hann lést, hætti að reykja fyrir 23 árum en áður reykti hann fimm pakka á dag.

Carr hafði margoft reynt að hætta þegar hann áttaði sig á því eitt sinn að hann leit ekki vandamálið réttum augum. Hann sagði að um leið og hann hafi áttað sig á því að hann var nikótínfíkill en ekki „bara" reykingamaður hafi honum tekist að sigrast á fíkninni. Í kjölfarið skrifaði hann bók sem er með vinsælustu sjálfshjálparbókum seinni tíma og hefur víst hjálpað milljónum manna að hætta að reykja.

Þegar Carr greindist með lungnakrabbamein síðastliðið sumar sagði hann að veikindi hans ættu að hvetja enn fleiri til þess að hætta að reykja. Hann sagði að allt frá því hann hætti að reykja fyrir 23 árum sé hann hamingjusamasti maður í heimi. Það hafi ekki breyst við að greinast með lungnakrabbamein, samkvæmt fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan