Hallgrímur og Jón Kalman tilnefndir

Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson
Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson mbl.is/Ásdís

Hallgrímur Helgason og Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndir sem fulltrúar Íslands til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Jón Kalman er tilnefndur fyrir bók sína Sumarljós, og svo kemur nóttin, en Hallgrímur fyrir bók sína Rokland. Verðlaunin hafa verið veitt síðan 1962 og hafa þau sex sinnum verið veitt íslenskum höfundum, síðast Sjón sem hlaut þau árið 2005 fyrir bók sína Skugga Baldur.

Aðrir Íslendingar sem hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru: Ólafur Jóhann Sigurðsson árið 1976, Snorri Hjartarson árið 1981, Thor Vilhjálmsson árið 1988, Fríða Á. Sigurðardóttir árið 1992 og Einar Már Guðmundsson árið 1995.

Fulltrúar landanna í dómnefnd hafa tilnefnt 12 bækur eftir norræna höfunda. Í ár eru tilnefnd verk bæði frá Færeyjum og málsvæði Sama. Engar tilnefningar bárust frá Grænlandi.

Handhafi Bókmenntaverðlaunanna 2007 verður valinn á fundi dómnefndarinnar á Íslandi í byrjun mars.

Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, 4,3 milljónum íslenskra króna og verða afhent á 59. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður um mánaðamótin október/nóvember 2007.

Eftirfarandi verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2007 af fulltrúum landanna í dómnefnd.

Danmörk
Morten Søndergaard Et skridt i den rigtige retning (Skref í rétta átt) Ljóð, Borgens Forlag 2005
Kirsten Thorup Førkrigstid Skáldsaga, Forlaget Gyldendal 2006

Finnland
Eva-Stina Byggmästar Älvdrottningen ( Álfadrottningin) Ljóð, Söderströms 2006
Markku Paasonen Lauluja mereen uponneista kaupungeista (Sånger om sjunkna städer) (Söngvar um sokkna staði) Prósaljóð, Teos 2005, Occident 2006 (Sænsk þýðing. Henrika Ringbom)

Ísland
Hallgrímur Helgason Rokland (Stormland) Skáldsaga, Mál og menning 2005 (Dönsk þýðing. Kim Lembek)
Jón Kalman Stefánsson Sumarljós, og svo kemur nóttin (Sommarljus, och sen kommer natten) Skáldsaga, Bjartur 2005 (Sænsk þýðing. John Swedenmark)

Noregur
Tomas Espedal Gå. Eller kunsten å leve et vilt og poetiskt liv (Listin við villta og ljóðræna tilveru) Skáldsaga, Gyldendal 2006
Jan Jakob Tønseth von Aschenbachs fristelse Smásögur, Cappelen 2006

Svíþjóð
Ann Jäderlund I en cylinder i vattnet av vattengråt Ljóðasafn, Albert Bonniers Förlag 2006
Sara Stridsberg Drömfakulteten Skáldsaga, Albert Bonniers Förlag 2006

Færeyjar
Carl Jóhan Jensen Ó – søgur um djevulsskap (O – historier om djävulskap) Skáldsaga, Forlagið Sprotin 2005 (Sænsk þýðing. Anna Mattsson)

Samíska málsvæðið
Sigbjørn Skåden Skuovvadeddjiid gonagas (Skomakernes konge) Ljóðasafn, Skániid girjie 2004

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson