FCK stendur vel að vígi

Arnór Atlason og samherjar hans í danska handknattleiksliðinu FCK Håndbold standa vel að vígi eftir að hafa unnið rússneska liðið Dinamo Astrakhan, 27:26, í fyrri leik leik liðanna í Rússlandi í gær í 16 liða úrslitum EHF-keppninnar í handknattleik. Arnór skoraði fjögur mörk og Gísli Kristjánsson eitt. Síðari leikurinn verður í Kaupmannahöfn eftir hálfan mánuð.

A lexander Petersson skoraði 8 mörk, þar af þrjú úr vítakasti og Einar Hólmgeirsson skoraði 5 mörk þegar lið þeirra Grosswallstadt tapaði 29:27, fyrir Düsseldorf í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær.

W etzlar, liðið sem Róbert Sighvatsson tók við þjálfun á fyrir skömmu, vann í gær sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Wetzlar lagði þá GWD Minden á útivelli, 22.25, eftir að hafa verið undir 18:13, þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Einar Örn Jónsson lék með Minden á ný eftir mánaðar fjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði 4 mörk og Snorri Steinn Guðjónsson eitt. Einar Örn var auk þess einu sinni rekinn af leikvelli í tvær mínútur.

H alldór Jóhann Sigfússon skoraði fjögur mörk þegar lið hans Tusem Essen vann HBR Ludwigsburg, 40:31, í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik á laugardag. Essen er sem fyrr langefst í deildinni, hefur 23 stig að loknum 13 leikjum.

E msdetten, liðið sem Einar Logi Friðjónsson leikur með, vann SV Anhalt Bernburg, 28:35, í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar á laugardaginn. Einar Logi skoraði eitt mark í leiknum. Þess má geta að Dímítrí Filipov, sem eitt sinn lék með Stjörnunni, er nú þjálfari Bernburg og hann skoraði sex mörk að þessu sinni. Emsdetten er í 10. sæti með 15 stig eftir 17 leiki.

Jónatan Magnússon var ekki í liði St Raphael þegar liðið vann Bordeaux, 22:30, á útivelli í næst efstu deild franska handknattleiksins á laugardaginn. St Raphael komst þar með í efsta sæti deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir