„Kjólahneyksli" í Hvíta húsinu

Laura Bush í kjólnum góða og George W. í venjulegum …
Laura Bush í kjólnum góða og George W. í venjulegum smóking. Sennilega hafa margir karlar verið eins klæddir í samkvæminu en það telst ekki fréttnæmt. Reuters

Bandarísku forsetahjónin, Laura og George W. Bush, héldu nýlega móttöku í Hvíta húsinu í Washington, sem venjulega er ekki í frásögur færandi. Laura var við þetta tækifæri klædd í dýrindis módelkjól, sem metinn er á rúma hálfa milljón króna. Forsetafrúnni brá síðan heldur í brún þegar þrjár aðrar konur úr hópi gesta mættu í samkvæmið klæddar í eins kjóla.

Húsfreyjan brást skjótt við, skrapp afsíðis og skipti um föt en hinar konurnar þrár urðu að sætta sig við hornaugu gestanna um kvöldið.

Að sögn fréttamiðla var Lauru þó ekki meira brugðið en svo, að nokkrum dögum síðar, þegar forsetahjónin létu taka af sér mynd fyrir jólakort, fór hún í kjólinn góða og geta lesendur því virt hann fyrir sér hér til hliðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup