Nýtt íslenskt spil er væntanlegt í verslanir. Fram kemur í tilkynningu, að spilið fjalli um íslenska hrútinn og eiginleika hans. Er spilið hannað af einum Mývetningi og einum Reykvíkingi, sem báðir eru nýútskrifaðir úr hönnun í Listaháskólanum.
Spilin eru að hluta hefðbundin en þau eru prýdd með myndum og upplýsingum um nafngreinda hrúta. Með fylgja einnig reglur og leiðbeiningar um Hrútaspilið, þar sem upplýsingar um hrútana koma í góðar þarfir.