Leikarinn Peter Boyle látinn

Bandaríski leikarinn Peter Boyle lést í gær á sjúkrahúsi í New York, 71 árs að aldri, en hann átti við hjartasjúkdóm að stríða. Boyle lék í fjölda kvikmynda en á síðari árum var hann kunnastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Everybody Loves Raymond.

Boyle varð fyrst kunnur fyrir að leika í kvikmyndinni Joe árið 1970. Í kjölfarið lék hann í myndinni The Candidate ásamt Robert Redford og skrímslið í gamanmyndinni Young Frankenstein, sem Mel Brooks gerði árið 1974, svo nokkuð sem nefndt.

Boyle lék einnig í sjónvarpsmyndum og fékk m.a. Emmy-verðlaun fyrir gestaleik í sjónvarpsþáttunum X Files.

Árið 1990 fékk Boyle heilablóðfall og gat ekki talað í hálft ár. Árið 1999 fékk hann hjartaáfall þar sem hann var að leika í sjónvarpsþáttunum um Raymond en náði fljótt heilsu aftur.

Boyle lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur.

Peter Boyle.
Peter Boyle. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft ekki að taka heiðurinn af því sem þú gerir svo vel, en það væri frábært ef þú gerðir það. Láttu það bara eftir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Anna Sundbeck Klav
4
Colleen Hoover
5
Birgitta H. Halldórsdóttir