Jólamynd Schwarzeneggers sú alversta

Arnold Schwarzenegger, fyrrum Hollywood-stjarna og núverandi ríkisstjóri Kaliforníu.
Arnold Schwarzenegger, fyrrum Hollywood-stjarna og núverandi ríkisstjóri Kaliforníu. Reuters

Kvikmyndin Jingle All The Way þykir versta jólamynd allra tíma, en í henni fór vöðvatröllið og ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger með aðalhlutverkið. Schwarzenegger leikur þar föður í leit að jólagjöf handa syni sínum en leitin reynist honum hreinasta martröð. Könnun um hvaða jólamynd væri verst fór fram á síðu fyrirtækisins Pearl and Dean sem sér um auglýsingar í kvikmyndahúsum og tóku 3.000 kvikmyndaáhugamenn þátt í henni.

Næstversta myndin þótti B-myndin Santa Conquers The Martiansm, eða Jóli sigrar Marsbúana. Þar er jólasveininum rænt og hann fluttur til Mars þar sem hann hittir ungviði plánetunnar. Leikarinn Tim Allen afrekaði það að hafa leikið í tveimur kvikmyndum á lista yfir þær tíu verstu, Christmas With The Kranks og The Santa Clause. Listinn er á þessa leið:

1. Jingle All The Way (1996)

2. Santa Conquers The Martians (1964)

3. Christmas With The Kranks (2004)

4. National Lampoon's Christmas Vacation (1987)

5. Santa Claus: The Movie (1985)

6. Miracle on 34th Street (1994)

7. Home Alone (1990)

8. Bad Santa (2003)

9. The Santa Clause (1994)

10. The Family Man (2000)

Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen