Bubbi slær Íslandsmet

Bubbi á afmælistónleikunum í sumar.
Bubbi á afmælistónleikunum í sumar. mbl.is/Eggert

Mynddiskur Bubba Morthens, 06.06.06, fór yfir 5.000 eintaka markið í síðustu viku og er nú orðinn langsöluhæsti tónlistarmynddiskur sem komið hefur út á Íslandi. Samkvæmt fréttatilkynningu sem barst frá Senu segir að ef fram haldi sem horfi, sé ekki ólíklegt að Bubbi rjúfi 10.000 eintaka múrinn.

Samhliða mynddiska-útgáfunni kom út geislaplata sem inniheldur sömu tónleika en örlítið annað lagaval. Ekki er árangurinn af verri endanum þar, því sú plata nálgast 5.000 eintaka sölu sem kemur henni í hóp rúmlega 30 platna Bubba í gegnum tíðina sem hafa náð þeim árangri. Enginn íslenskur tónlistamaður hefur náð þessum árangri.

Á Þorláksmessu verður Bubbi með sína árlegu tónleika á NASA og verða þeir sendir beint út á Bylgjunni. Annan í jólum eru svo aftur tónleikar með Bubba á NASA. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.nasa.is og www.prime.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka