Trump veitir fegurðardrottningu annað tækifæri

Tara Conner brynnir músum í New York í dag.
Tara Conner brynnir músum í New York í dag. Reuters

Ungfrú Bandaríkin 2006, Tara Conner, hefur fengið annað tækifæri til að sanna sig. Milljarðamæringurinn Donald Trump, meðeigandi keppninnar Miss Usa, eða Ungfrú Bandaríkin, komst nærri því að reka hana úr starfi fegurðardrottningar fyrir slæma hegðun. Trump segir að Conner muni fara í „meðferð“ og missi ekki titilinn. Ekki kemur fram við hverju meðferðin er.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað mikið um skemmtanagleði Conner í New York þar sem aldurstakmark til áfengiskaupa er 21 ár. Conner varð 21 árs í gær. „Tara fær annað tækifæri,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag. „Tara lenti í hvirfilvindi New York,“ sagði Trump.

Conner átti fund með Trump í dag og sagði tárvot að honum loknum að hún gerði sér nú grein fyrir því að hún væri fyrirmynd og neitaði því að eiga við áfengis- eða eiturlyfjavanda að stríða. Trump rak Ungfrú Alheim árið 2002, Oxana Federovu, fyrir að sinna ekki skyldum sínum. Keppnirnar Ungfrú Alheimur, Ungfrú Bandaríkin og Ungfrú táningur Bandaríkjanna eru allar í eigu Trump og fyrirtækisins National Broadcasting Co. Inc. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir