Íslensk listmunasýning í Kína

Frá sýningu The Little Traveling Academy í Xiamen.
Frá sýningu The Little Traveling Academy í Xiamen. mbl.is/Finnur Arnar

Íslenskir listamenn opna sýningu í listamiðstöðinni í listaháskólanum í Xiamen á morgun. The Little Traveling Academy nefnist hópur íslenskra listamanna sem sýna mun afrakstur fjögurra mánaða dvalar sinnar í Kína. Hjónin og listamennirnir Áslaug Thorlacius og Finnur Arnar hafa ásamt börnum sínum fjórum, þeim Salvöru, Kristjáni, Hallgerði og Helgu starfað saman að listsköpun í vinnustofu við höfnina í Xiamen.

Fjölskyldan hefur lagt stund á hefðbundna skólun barnanna samhliða listsköpun af ýmsu tagi. Þau bjuggu til leikföng og verkfæri, teiknuðu, máluðu, smíðuðu, skáru út, límdu, hnýttu, saumuðu og prjónuðu. Einnig rannsökuðu þau umhverfi sitt og skrásettu með ýmsum hætti og nefnist sýningin einu nafni „heimildainnsetning í rými" og þar verða einnig sýndir gjörningar. Sýningunni lýkur 14. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup