Bók tekin af markaði

Eiríkur Guðmundsson.
Eiríkur Guðmundsson. mbl.is/Eyþór

Fyrsta skáld­saga Ei­ríks Guðmunds­son­ar, Und­ir himn­in­um, kom út hjá Bjarti í byrj­un nóv­em­ber og hlaut þá góðar viðtök­ur gagn­rýn­enda. Í frétta­til­kynn­ingu frá Bjarti seg­ir hins veg­ar að nú hafi verið ákveðið að taka bók­ina af markaði.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir meðal ann­ars:

„Það er yf­ir­lýst mark­mið Bjarts að fegra mann­lífið með góðum skáld­verk­um. En nú ber nýtt við. Í fyrra­dag var les­inn dóm­ur um bók­ina í út­varpsþætt­in­um Víðsjá. Fyrr­um vígi höf­und­ar­ins, Ei­ríks Guðmunds­son­ar, sem löng­um var um­sjón­ar­maður þátt­ar­ins. Var talið nán­ast full­víst að Ei­rík­ur myndi slá í gegn á sín­um fornu heima­slóðum ... en þá, öll­um að óvör­um, kom hik á rit­dóm­ar­ann.

Auður Aðal­steins­dótt­ir sagði í Víðsjá að henni þætti sag­an frú­st­rer­andi, þótt hún væri fynd­in og margþætt. Hún sætt­ist við bók­ina þegar hún fór að hlæja upp­hátt, en gramd­ist aft­ur þegar hún týnd­ist í heim­speki­leg­um vanga­velt­um. Í stuttu máli var hún oft bál­reið út í bók­ina, sem hún sagði að væri vett­vang­ur enda­lausra leikja."

Enn­frem­ur seg­ir í til­kynn­ing­unni:

„Það er alls ekki ætl­un for­lags­ins að rugla fólk í rím­inu, hvað þá vekja gremju. Því hef­ur verið ákveðið eft­ir nokkra yf­ir­legu hjá for­laginu að taka bók Ei­ríks Guðmunds­son­ar, Und­ir himn­in­um, af markaði, svo ekki hljót­ist meiri skaði af bók­inni."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir