Trump og O´Donnell í hár saman

Rosie ODonell (t.v.) og kærasta hennar Kelly Carpenter.
Rosie ODonell (t.v.) og kærasta hennar Kelly Carpenter. Reuters

Donald Trump, athafnamaður og milljarðamæringur og Rosie O´Donnell, spjallþáttarstjórnandi og háðfugl, ausa nú svívirðingum yfir hvort annað vegna fegurðardrottningarinnar Tara Conner. Conner er Ungfrú Bandaríkin sem stóð til að svipta titli vegna kærulauss lifnaðar en Trump veitti henni annað tækifæri. O´Donnell sagði í spjallþætti sínum að Trump teldi sig „áttavita siðferðis tvítugra Bandaríkjamanna“ þó svo hann hefði sjálfur yfirgefið tvær eiginkonur sínar og haldið framhjá þeim.

Þá gerði O´Donnell einnig grín að hárgreiðslu Trump með leikrænu látbragði. Trump er meðeigandi fyrirtækis sem stendur á bakvið fegurðarsamkeppnirnar Ungfrú Bandaríkin og Ungfrú bandarísk táningsstúlka. Trump svaraði fyrir sig i þættinum Entertainment Tonight og sagðist líklega fara í mál við O´Donnell út af þessum ummælum þar sem þau væru lygi.

Trump svívirti O´Donnell í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox News og sagðist ætla að hafa af henni peninga. „Rosie er að tala um áttavita siðferðisins en hvaða áttavita siðferðis hefur hún? Sjáið hana bara, sjáið andlitið á henni. Getið þið ímyndað ykkur vesalings kærustuna hennar að þurfa að kyssa hana á hverju kvöldi? Hún má bara eiga hana,“ sagði Trump.

Trump lét ekki þar við sitja heldur sagði í viðtali við New York Daily News að O´Donnell yrði að vara sig á honum, hann gæti sent einn vina sinna til hennar og látið hann hirða kærustuna. Það ætti að vera auðvelt því O´Donnell væri „feitur sóði“ og „auvirðileg“.

O´Donnell kann að svara fyrir sig því í næsta þætti The View, sem hún stýrir, sagði hún: „Sjáið hver er hérna,“ og benti á kærustu sína Kelly. „Ég þorði ekki að skilja Kelly eftir heima þar sem einhver með yfirgreiðslu gæti komið og stolið henni“. Reuters segir frá þessu.

Tara Conner, Ungfrú Bandaríkin, hlustar á Donald Trump á blaðamannafundi.
Tara Conner, Ungfrú Bandaríkin, hlustar á Donald Trump á blaðamannafundi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir