Ungfrú Nevada svipt titlinum

Ungfrú Nevada hefur verið svipt titlinum vegna mynda sem hafa verið birtar af henni þar sem hún kyssir aðra stúlku. Myndirnar voru birtar á vefnum TMZ.com og á þeim sést Katie Rees, 22 ára, sem vann keppnina um ungfrú Nevada-ríki í október, kyssa aðra stúlku og þreifa á henni brjóstin.

Paula Shugart, forseti Miss Universe Organization, sem sér um keppnina um val á fegurstu konu Bandaríkjanna, segir að Rees hafi verð svipt titlinum og leyst frá skyldustörfum sem ungfrú Nevada árið 2007, samkvæmt tilkynningu frá Shugart.

Sú sem lenti í öðru sæti í keppninni mun taka við titlinum sem ungfrú Nevada og um leið keppa um titilinn ungfrú Bandaríkin.

Umboðsmaður Rees segir í yfirlýsingu að hún hafi einungis verið sautján ára þegar myndirnar voru teknar og um dómgreindarskort hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar