Bono sleginn til riddara

Írski rokkarinn Bono verður í dag sleginn til riddara af breska sendiherranum á Írlandi. Talsmaður tónlistarmannsins segir Bono, sem réttu nafni heitir Paul Hewson, upp með sér vegna nafnbótarinnar og að hann voni að hún geri honum kleift að þrýsta á að Vesturlönd auki enn aðstoð sína við fátæk Afríkuríki.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands sagði í bréfi sem hann sendi Bono í tilefni dagsins að barátta hans hafi orðið til þess að G-8 ríkin svokölluðu hafi beint sjónum sínum að aðstoð við Afríkuríki á ráðstefnu þeirra í Skotlandi í fyrra.

Breska sendiráðið í Dublin sótti um sérstakt leyfi hjá Írskum stjórnvöldum svo Bono gæti fengið nafnbótina, en málið er stjórnmálalega viðkvæmt þar sem írskir ríkisborgarar mega ekki taka við konunglegum viðurkenningum af þessu tagi frá Bretum. Þá hafa írskir ríkisborgarar neitað að þiggja slíkar viðurkenningar á pólitískum forsendum.

Meðal annarra erlendra ríkisborgara sem slegnir hafa verið til riddara eru Bob Geldof, Bill Gates, Placido Domingo, Simon Wiesenthal og Rudolf Giuliani.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir