Veðjað um andlát Harry Potter

J.K. Rowling hefur örlög Potter og vina hans í hendi …
J.K. Rowling hefur örlög Potter og vina hans í hendi sér. Reuters

Áhugamenn og aðdáendur galdrastráksins Harry Potter veðja nú um hvort Potter verði kallaður á fund feðra sinna eða ekki, í síðustu bókinni um Potter sem kemur út á næsta ári. Bókin ber titilinn Harry Potter and the Deathly Hallows, eða Harry Potter og banvænu köllin, og telja margir titilsins vegna að einhver muni láta lífið. Koma þar margir til greina: Potter, Valdemort, Ron Weasly og aðrir óvinir og vinir Potters.

Höfundur bókanna um Harry Potter, J.K. Rowling, hefur einnig gefið í skyn að einhver muni deyja í bókinni og telja sumir að Potter þurfi að fórna sér til að koma hinum illa Voldemort fyrir kattarnef. Líklegast þykir mönnum að Voldemort falli frá, líkurnar á því eru 4 á móti 5 í breska veðbankanum William Hill. Líkurnar hafa þó aukist á því að Potter deyi ef veðmálin eru skoðuð, eða 6 á móti einum í stað 10 á móti einum eins og áður var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen