Harry Bretaprins sagður á leið til Íraks

Harry (t.v) með bróður sínum Vilhjálmi.
Harry (t.v) með bróður sínum Vilhjálmi. Reuters

Óstaðfestar fréttir herma að Harry Bretaprins sé á leið til Íraks með herdeild sinni en samkvæmt fréttum breska blaðsins The Sun hefur kærasta prinsins Chelsy Davy greint vinum sínum og fjölskyldu frá þessu. Breska varnarmálaráðuneytið segir ekkert afráðið í málinu en staðfestir þó að til standi að herdeildin fari til Íraks í sex mánuði með vorinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fregnir af hugsanlegri herferð Harrys til Íraks hafa vakið hörð viðbrögð í Bretlandi og hefur því m.a. verið haldið fram að slíkt muni stofna bæði honum og félögum hans í óþarfa hættu þar sem það muni draga athygli að þeim og þar af leiðandi gera herdeildina að eftirsóttu skotmarki glæpa- og hryðjuverkamanna.

Ólíklegt er hins vegar talið að Harry muni sætta sig við að sitja heima fari herdeild hans til Íraks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir