James Brown í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn

James Brown verður í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn á …
James Brown verður í Apollo leikhúsinu í síðasta sinn á morgun AP

Tón­list­ar­ferli söngv­ar­ans James Brown lýk­ur svo að segja í Apollo leik­hús­inu í Har­lem hverfi í New York, en þar hóf söngv­ar­inn fer­il sinn. Al­menn­ingi verður leyft að sjá söngv­ar­ann þar í síðasta sinn, en kista Brown mun liggja á sviðinu í leik­hús­inu á morg­un. Prest­ur­inn Al Sharpt­on, sem var vin­ur Brown um ára­tuga skeið, seg­ir söngv­ar­ann hafa lifað allt of merki­legu lífi til að hægt sé að jarða hann í kyrrþey.

Sharpt­on sér um skipu­lagn­ingu út­far­ar­inn­ar ásamt börn­um Brown. Einka­at­höfn verður svo hald­in fyr­ir fjöl­skyldu Brown á föstu­dag í fæðing­ar­bæ hans Augusta í Georgíu í Banda­ríkj­un­um. Útför sem opin verður al­menn­ingi verður svo hald­in í James Brown hljóm­leika­saln­um í bæn­um að henni lok­inni.

Apollo leik­húsið opnaði árið 1934, Brown lék þar margsinn­is, bæði við upp­haf fer­ils sins og síðar. Ein þekkt­asta hljóm­plata hans var plat­an Live at the Apollo, sem hljóðrituð var í leik­hús­inu og gef­in út árið 1962.

Brown var 73 ára þegar hann lést úr hjarta­bil­un á jóla­dag, hann átti að koma fram í blús­klúbbi tón­list­ar­manns­ins B.B. King á gaml­árs­kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern annan. Gætttu þess að ofmetnast ekki því dramb er falli næst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell