Bandaríski hnefaleikarinn Mike Tyson var handtekinn í Scottsdale í Arizona í nótt grunaður um ölvun við akstur og fyrir að vera með kókaín í fórum sínum. Tyson yfirgaf næturklúbb um klukkan 1:45 að þarlendum tíma í nótt og var handtekinn þegar hann ók á lögreglubíl utan við klúbbinn.
Að sögn lögreglu var Tyson greinilega undir áhrifum áfengis. Leitað var á honum og í bíl hans og þá fannst kókaín.
Tyson var einn í bílnum þegar þetta gerðist. Hann dvaldi í fangaklefa í nótt og verður væntanlega leiddur fyrir dómara í dag.