Fylkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger jafnar sig nú eftir aðgerð á fæti. Kvikmyndastjarnan og stjórnmálamaðurinn frægi lærbeinsbrotnaði við skíðaslys á fimmtudaginn. Schwarzenegger sem er 59 ára var á skíðum í Sun Walley í Idaho.
Læknar skáru hann upp og settu skrúfur og víra í kappann til að lærleggurinn grói rétt saman.
Schwarzenegger sagðist nota tímann á sjúkrahúsinu til að semja ræðu til að flytja við vígsluathöfn í næsta mánuði er hann verður settur í embætti fylkisstjóra í annað sinn.
Þetta er í þriðja sinn á árinu sem hann hefur þurft á læknisaðstoð að halda. Í janúar voru saumuð 15 spor í vörina á honum eftir mótorhjólaslys og í desember var hann í rannsóknum vegna hjartatruflana sem komu í kjölfar magapestar.