Auðvelt að leikstýra John Cleese

Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson á góðri stund ásamt leikaranum …
Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson á góðri stund ásamt leikaranum John Cleese á tökustað í Los Angeles.

Hinn kunni breski gamanleikari John Cleese lék í íslenskri sjónvarpsauglýsingu fyrir Kaupþing sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld. Cleese lék í tveimur sjónvarpsauglýsingum til viðbótar sem sýndar verða á næstunni auk auglýsinga í dagblöðum.

Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson leikstýrðu auglýsingunum, sem gerðar voru á vegum auglýsingastofunnar Ennemm, en upptökur fóru fram þann 20. desember síðastliðinn í húsi sem Frank Sinatra lét reisa í Los Angeles. Fyrirtæki Björns og Shepherds, PapaBear, hafði milligöngu um að fá Cleese til verksins í samvinnu við fyrirtækið GoFilm.

"Það tók um þrjár vikur að ná samningum en okkur var neitað fjórum sinnum áður en samningar náðust. Á þessu tímabili vorum við í sambandi við marga aðila þrátt fyrir að Cleese væri efstur á óskalistanum. Þannig höfðum við samband við David Schwimmer og svo hafði Pamela Anderson allt í einu áhuga á þessu," segir Björn og bætir því við að hún hefði að líkindum ekki passað í hlutverkið.

Cleese lét vel af handritum Þorsteins

Björn og félagar gáfust hins vegar ekki upp og eftir að samningar tókust hófst Cleese þegar handa og átti gott samstarf við Björn og handritshöfundinn Þorstein Guðmundsson. Björn segir að Cleese hafi líkað vel við handrit Þorsteins enda hafi þau verið í hans anda. Tíminn var hins vegar af skornum skammti en sjónvarpsauglýsingarnar þrjár átti að taka upp á einum degi auk auglýsinga fyrir dagblöð.

„Það var erfitt að láta þetta ganga upp á svo skömmum tíma en við fengum gott fólk í lið með okkur. Við vorum mjög ánægðir með útkomuna og ég held að við höfum náð gríðarlegum áfanga með þessu og að hafa náð að gera þetta á svo skömmum tíma. Það var jafnframt afar ánægjulegt að fá slíkt tækifæri."

Björn segir að auðveldasti hlutinn í ferlinu hafi í raun verið að leikstýra Cleese, sem sé mikill fagmaður. Hann æfi vel áður en upptökur hefjist og sé ekki mikið fyrir það að gera sama hlutinn tvisvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup