Auðvelt að leikstýra John Cleese

Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson á góðri stund ásamt leikaranum …
Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson á góðri stund ásamt leikaranum John Cleese á tökustað í Los Angeles.

Hinn kunni breski gamanleikari John Cleese lék í íslenskri sjónvarpsauglýsingu fyrir Kaupþing sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld. Cleese lék í tveimur sjónvarpsauglýsingum til viðbótar sem sýndar verða á næstunni auk auglýsinga í dagblöðum.

Björn Baldvinsson og Shepherd Stevenson leikstýrðu auglýsingunum, sem gerðar voru á vegum auglýsingastofunnar Ennemm, en upptökur fóru fram þann 20. desember síðastliðinn í húsi sem Frank Sinatra lét reisa í Los Angeles. Fyrirtæki Björns og Shepherds, PapaBear, hafði milligöngu um að fá Cleese til verksins í samvinnu við fyrirtækið GoFilm.

"Það tók um þrjár vikur að ná samningum en okkur var neitað fjórum sinnum áður en samningar náðust. Á þessu tímabili vorum við í sambandi við marga aðila þrátt fyrir að Cleese væri efstur á óskalistanum. Þannig höfðum við samband við David Schwimmer og svo hafði Pamela Anderson allt í einu áhuga á þessu," segir Björn og bætir því við að hún hefði að líkindum ekki passað í hlutverkið.

Cleese lét vel af handritum Þorsteins

„Það var erfitt að láta þetta ganga upp á svo skömmum tíma en við fengum gott fólk í lið með okkur. Við vorum mjög ánægðir með útkomuna og ég held að við höfum náð gríðarlegum áfanga með þessu og að hafa náð að gera þetta á svo skömmum tíma. Það var jafnframt afar ánægjulegt að fá slíkt tækifæri."

Björn segir að auðveldasti hlutinn í ferlinu hafi í raun verið að leikstýra Cleese, sem sé mikill fagmaður. Hann æfi vel áður en upptökur hefjist og sé ekki mikið fyrir það að gera sama hlutinn tvisvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir