David Beckham hætti við að kaupa minkapels af ótta við reiði PETA

David Beckham í Tókýó 29. desember.
David Beckham í Tókýó 29. desember. Retuers

Dav­id Beckham hætti við að kaupa minkap­els í Harrods í London fyr­ir skömmu vegna þess að hann óttaðist að kalla yfir sig reiði dýra­vernd­arsinna. Pels­inn var frá Christian Dior og kostaði lít­il tólf þúsund pund (1,7 millj­ón­ir króna).

Þegar Beckham hafði klæðst her­leg­heit­un­um „gat hann ekki hætt að horfa á sjálf­an sig í spegl­in­um“, hef­ur Daily Express eft­ir heim­ilda­manni.

„Hann var hrif­inn af rauða litn­um en sagðist ekki geta keypt hann vegna þess að dýra­vernd­ar­her­deild­in gæti brugðist ókvæða við,“ sagði heim­ildamaður blaðsins. „Hann grínaðist líka með það að fé­lag­ar sín­ir hjá Real Madrid bæru ekk­ert skyn­bragð á tísku og myndu stríða sér.“

Vikt­oría, eig­in­kona Beckhams, komst naum­lega hjá því að verða skot­spónn dýra­vernd­ar­sam­tak­anna PETA eft­ir að meðlim­ir þeirra héldu að gervip­els­inn henn­ar væri ekta.

Vikt­oría lét sauma á sig all­marg­ar gervi­efna­eft­ir­lík­ing­ar af pels­um sem hún sá á tísku­sýn­ingu Robertos Ca­vall­is í hittifyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka