Undarlegar spurningar ferðamanna

Hvenær er besti tíminn til að skoða eldgosið?
Hvenær er besti tíminn til að skoða eldgosið? mbl.is/RAX

Starfsfólk hjá bresku ferðamálastofunni hefur safnað saman nokkrum af þeim undarlegustu spurningum sem það hefur þurft að kljást við á síðastliðnu ári. Þar á meðal voru gullmolar á borð við: „Hvenær fer miðnæturlestin?” og „Lokar Wales á veturna?” „Hér á Íslandi fáum við mjög mikið af spurningum um það hvernig veðrið verði 4. ágúst eða 7. júlí, svo dæmi sé tekið” sagði Magnús Oddsson ferðamálastjóri í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Á fréttavef Yahoo kemur fram að hálf milljón ferðamanna leiti sér upplýsinga um margvíslega hluti á upplýsingaskrifstofum bresku ferðamálastofunnar og eru sumar spurningarnar kannski ekki vel ígrundaðar.

„Hvers vegna í ósköpunum var Windsorkastali byggður undir aðflugsleiðinni að Heathrow?” var ein spurningin og „hvenær kemur Loch Ness-skrímslið upp á yfirborðið og hver gefur því að éta?”

Magnús sagði að síðast í sumar hefði fólk hringt sem vildi bóka á íshótelinu hans James Bond. En það var víst úr frauðplasti og reis tímabundið í myndveri á Bretlandi. „Einnig er mjög algengt að fólk vilji fá að vita á hvaða tíma árs sé best að sjá eldgos og norðurljós, það er eins og að áhuginn á þessum fyrirbærum haldist í hendur,” sagði Magnús að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar