Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót

Kannski er flatskjárinn ekki það nauðsynlegasta í lífi manns.
Kannski er flatskjárinn ekki það nauðsynlegasta í lífi manns. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Þau fengu hugmyndina í matarboði, tíu umhverfissinnaðir vinir voru að ræða um ástand plánetunnar og veltu því fyrir sér hvernig það væri að eyða einu ári án þess að kaupa sér nýja hluti. Það var bæði erfiðara og auðveldara en þau héldu að halda verslunarbannið út.

Bilaðar ryksugur og farsímar voru áskoranir sem þau þurftu að takast á við en sumum í hópnum fannst þessi lífsstíll svo frelsandi að þau ákváðu að framlengja tilraunina.

„Þetta snýst um að átta sig á því að óhófið í neyslusamfélaginu gengur á auðlindir jarðarinnar og bitnar á fólki víða um heim,” sagði John Perry, 42 ára tæknifræðingur og tveggja barna faðir sem tók þátt í tilrauninni.

Hópurinn sem nefndi sig The Compact, undanskyldi mat, snyrtivörur og nærföt og allt sem tengdist heilsu og öryggismálum frá verslunarbanninu. Perry setti upp vefsíðu um verkefnið og fljótlega voru þrjú þúsund manns í hópnum og skiptust þau á hlutum og góðum ráðum á netinu. Þátttakendurnir voru flestir millistéttarfólk sem sleppti því að versla ónauðsynlega hluti sér til skemmtunar.

Fyrir utan verslanir á borð við Góða Hirðinn og bílskúrssölur þá fundu þátttakendurnir út að það væri hægt að fá fullt af notuðum hlutum og varningi í smáauglýsingum á netinu til dæmis á vefsíðunum www.freecycle .org og www.garbagescout.com.

Mörgum þátttakendanna fannst sem hlutir kæmu upp í hendurnar á þeim einmitt þegar þeir þurftu hvað mest á þeim að halda. Ein stúlka í hópnum sagðist einungis tvisvar hafa brotið loforð sitt um að kaupa ekki nýja hluti, það var þegar hún ferðaðist til Ísrael og fann ekki notaða leiðsögubók og þegar ferðakaffibollinn hennar brotnaði. Hún sagðist hafa beðið með að fá sér nýjan lokk í gataða tunguna uns árið var liðið, hún fékk sig ekki til að kaupa notaðan.

Flestir sögðust hafa komist að því að þeir þurftu ekki nema brot af öllu því dóti sem þau höfðu verið að versla sér til skemmtunar áður og svo uppgötvuðu þau þá gleði sem fylgir því að gera við hluti sjálf og uppgötvuðu hvað bókasöfn eru góðir staðir. Greiðslukortareikningar hurfu og svo þurfti enginn að þjást af „verslunareftirsjá”. Perry sagðist kunna að meta hlutina sem hann á betur eftir þetta ævintýri og jólagjafirnar voru flestar heimatilbúnar og allt kaupstressið fyrir jólin hvarf.

Þau sem ætla að halda tilrauninni áfram gáfu sér einn dag án verslunarbanns til að geta birgt sig upp af nauðsynlegum hlutum eins og rúðuþurrkum, bremsuborðum fyrir reiðhjólið og tungulokkum.

Risagasgrillið má kannski bíða aðeins.
Risagasgrillið má kannski bíða aðeins. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir