Franskur leikari grunaður um morðtilraun

Jamel Bebbouze, Samy Naceri, Roschdy Sem, Sami Bouajila og Bernard …
Jamel Bebbouze, Samy Naceri, Roschdy Sem, Sami Bouajila og Bernard Blancan, en þeir léku allir í kvikmyndinni Indigènes. mbl.is/Halldór Kolbeins

Franski leikarinn Samy Naceri, sem helst er þekktur fyrir að leika hlutverk Daniels, leigubílastjórans í Taxi-myndunum, er í haldi lögreglu grunaður um að hafa reynt að myrða dyravörð á næturklúbbi. Naceri hefur oft komist í kast við lögin og var síðast dæmdur í fangelsi í síðasta mánuði.

Naceri, sem er 45 ára gamall, var handtekinn í Aix-en-Provence á gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Naceri drukkinn er hann kom að næturklúbbnum og með tvær ungar stúlkur upp á arminn. Honum lenti saman við dyravörðinn eftir að hafa verið synjað um inngöngu og dró leikarinn þá upp hníf og beindi honum að dyraverðinum.

Dyravörðurinn slapp ómeiddur en Naceri þurfti hins vegar að leita til bráðamóttökunnar þar sem hann datt fyrir bíl og slasaðist á kjálka auk þess sem nokkrar tennur fuku.

Á mánudag var hann hirtur af lögreglu í Marseille þar sem hann ók bíl án þess að vera með ökuréttindi.

Eins og áður sagði hefur Naceri oft lent í kast við lögin og í desember var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa móðgað svartan lögreglumann með óviðeigandi kynþáttaummælum.

Frá árinu 2000 hefur hann hlotið fjóra dóma, fyrir líkamsárás, ölvunarakstur og hraðakstur.

Naceri, sem á franska móður en faðir hans er frá Alsír, er múslimi. Í október 2005 vann hann sér það til frægðar að hafa hótað Salman Rushdie lífláti í frönskum spjallþætti, að sögn heimildarmanna, en ummæli hans voru klippt út. Á Naceri að hafa sagt vera tilbúinn til að myrða Rushdie fyrir 50 dali, „Pour 50 balles, moi, je te fume". Eftir þetta hefur Salman Rushdie aldrei komið fram í frönskum sjónvarpsþætti og segir að það muni hann aldrei gera aftur.

Frekari upplýsingar um Samy Naceri

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir