París Hilton deilir rúmi með apa

París Hilton í Ástralíu á nýjársdag.
París Hilton í Ástralíu á nýjársdag. Reuters

París Hilton er hætt að sofa hjá mönnum en deilir nú rúminu sínu með apa. Í fyrra strengdi hún skírlífisheit og hefur nú greint frá því að hún hafi gæluapann sinn í rúminu hjá sér á nóttunni til að þurfa ekki að sofa þar ein. „Ég sef ekki hjá nema ég sé í föstu sambandi. Ég er gamaldags hvað þetta varðar. Í alvöru!“

Þetta kemur fram í viðtali við París í ástralska Cosmopolitan. „Já, ég hef kysst marga stráka. Mér finnst gaman að kyssa, en það er líka allt og sumt. Ég fer ekki heim með neinum. Ég sef með dýrunum mínum, til dæmis apanum mínum, Brigitte Bardot,“ segir París.

Hún er 25 ára og á fjölmörg gæludýr, og er þar kannski frægast hundurinn Bláklukka.

París segir í viðtalinu að ef hún ætti að lýsa sjálfri sér í einkamálaauglýsingu myndi hún segjast vera feimin og hafa góða matarlyst. „Ég er ljóshærð og sólbrún og meðalhá. Ég er ljúf, feimin, skemmtileg og með stórt hjarta - og mér finnst gaman að borða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup