Söngvarinn Magni Ásgeirsson, sem var valinn Austfirðingur ársins af blaðinu Austurlandinu, hefur afboðað komu sína í Molann á Reyðarfirði á morgun þar sem hann átti að veita verðlaununum viðtöku. Segir Magni í samtali við vef Austurlandsins að erfiðar aðstæður í einkalífi sínu séu þess valdandi.
Í DV í dag er birt yfirlýsing frá Magna og Eyrúnu Haraldsdóttur um að þau hafi fyrir nokkru ákveðið að slíta samvistir. Í yfirlýsingunni kemur fram að ástæðan sé sú að þau hafi fjarlægst hvort annað tilfinningalega í kjölfar mikilla breytinga sem urðu á högum Magna á nýliðnu ári.