Útgefendur Britney Spears búnir að „fá sig fullsadda af henni“

Britney Spears.
Britney Spears. AP

Útgefendur Britney Spears eru sagðir búnir að fá alveg nóg af ruglinu í henni undanfarið og þess sé skammt að bíða að þeir láti hana róa og hætti við að gefa út nýja diskinn sem hún hefur verið með í smíðum.

Framkvæmdastjóri Britneyjar, Larry Rudolf, segir að hún geri sér grein fyrir því að framkoman undanfarið hafi verið óviðunandi, en hún eigi nú í tímabundnum erfiðleikum.

Bandaríska blaðið New York Post hefur eftir heimildamanni: „Eins og allir aðrir eru Jive [útgefendur Britneyjar] búnir að fá nóg af henni. Þeir ætla að láta hana sigla sinn sjó einhverntíma á næstunni og hætta við nýja diskinn.“

Britney lognaðist útaf í nýjársfagnaði í Las Vegas, og hefur verið dugleg í skemmtanalífinu. Fjórum sinnum hafa náðst af henni myndir þar sem greinilega má sjá að hún er ekki í neinum nærbuxum

Eftir nýjársteitið skráði hún sig á heilsuhæli til að slappa af og hvíla sig. Rudolf fullyrðir að hún muni nú taka sig á og gerbreyta ímyndinni.

En auk alls þess sem gengið hefur á í skemmtanalífi Britneyjar er hún sögð hafa sungið illa í tveim upptökum nýverið í upptökuveri Jive í New York.

En talsmaður Jive segir þetta alltsaman úr lausu lofti gripið: „Samskipti Jive og Britneyjar eru í góðu lagi. Hún er áfram einn stærsti listamaðurinn okkar í heiminum og við stöndum eitt þúsund prósent að baki henni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir