Maðurinn á bak við skyndinúðlur, Momofuku Ando, lést af völdum hjartaáfalls í Japan 96 ára að aldri. Ando fæddist í Taívan árið 1910 og flutti til Japans árið 1933. Þar stofnaði hann Nissin matvælafyrirtækið eftir seinni heimsstyrjöldina en markmið hans var að framleiða ódýrt skyndifæði handa fjöldanum.
Frægasta afurð hans, Bollanúðlur, komu á markaðinn árið 1971.
Hún hefur notað gríðarlegra vinsælda um allan heim bæði vegna bragðsins og ekki síst vegna þess hve auðvelt er að matreiða núðlurnar. Eina sem þarf að gera er að hella heitu vatni á þurrar núðlurnar sem eru í vatnsheldu plastmáli.