Mel B. þarf lögregluvernd vegna aðdáenda Murphys

Mel B.
Mel B. Reuters

Hópur harðsnúinna aðdáenda bandaríska kvikmyndaleikarans Eddie Murphy hefur búið um sig framan við íbúð bresku söngkonunnar Mel B í Los Angeles og gerir hróp að Mel í hvert skipti sem hún sýnir sig. Hefur lögreglan sett menn á vakt við íbúðina til að tryggja öryggi söngkonunnar, sem á von á barni með Murphy en þau eru skilin að skiptum.

Breska blaðið The Sun segir, að aðdáendum Murphys hafi gramist, að Mel sigaði á hann lögmönnum eftir að sambandi þeirra lauk. Blaðið hefur eftir vinum Mel, sem er komin fimm mánuði á leið, að hún þori varla út fyrir hússins dyr af ótta við hópinn.

Eddie Murphy tilkynnti í sjónvarpsviðtali fyrir jólin að ástarsambandi hans og Mel B væri lokið. Mun sú yfirlýsing hafa komið söngkonunni í opna skjöldu en hún segist bera barn Murphys undir belti. Murphy hefur raunar opinberlega lýst efasemdum um að hann eigi barnið.

Murphy hefur nú tekið upp samband við kvikmyndaframleiðandann Tracey Edmonds.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir