Samkvæmisljónynjan Paris Hilton kom fyrir rétt í Los Angeles í dag og sagðist saklaus af ásökunum um ölvunarakstur. Yfirheyrt verður í málinu þann 23. janúar en réttarhöldin sjálf hefjast fyrir þann 23. febrúar.
Hilton var handtekin í Hollywood í september á síðasta ári þar sem aksturslag hennar vakti grunsemdir lögregluþjóna. Ef hún verður fundin sek um ölvunarakstur má hún búast við því að verða skikkuð í áfengismeðferð auk þess sem hún missir þá ökuréttindi og greiðir sekt.