Carlo Ponti látinn

Carlo Ponti ásamt eiginkonu sinni Sophiu Loren á áttunda áratugnum.
Carlo Ponti ásamt eiginkonu sinni Sophiu Loren á áttunda áratugnum. AP

Ítalski kvikmyndagerðarmaðurinn Carlo Ponti, eiginmaður kvikmyndastjörnunnar Sofiu Loren, lést í nótt 94 ára að aldri á sjúkrahúsi í Genf en dánarorsök hans mun hafa verið lungnasjúkdómur.

Ponti framleiddi 140 kvikmyndir á ferli sínum en þekktastar þeirra eru "La Strada" í leikstjórn Federico Fellini frá árinu 1954, "Doctor Zhivago" í leikstjórn David Lean frá árinu 1965 og "Blowup" í leikstjórn Michelangelo Antonioni frá árinu 1966.

Ponti uppgötvaði Loren og kvæntist henni er hún var 22 ár gömul og vakti það töluverða athygli að ein fegursta kona heims skyldi giftast svo ung og sér mun eldri manni. Þau eiga tvo syni Carlo Ponti, Jr. sem er tónlistarstjóri San Bernardino sinfóníunnar og Edoardo Ponti, sem er kvikmyndaleikstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir